Starfsmannaþjónusta

Starfsmannaþjónusta ELJU

ELJA er íslensk starfsmannaþjónusta sem mætir þörfum atvinnulífsins eftir starfsfólki til lengri eða skemmri tíma. Með þjónustu sinni stuðlar ELJA að framförum í íslensku atvinnulífi.

Kostir starfsmannaþjónustu

Starfsmannaþjónusta af því tagi sem ELJA býður upp á hefur fjölmarga kosti í för með sér. Það er því ekki furða að Evrópusambandið líti á slíka starfsemi sem mikilvægan lið í því að skapa fleiri störf og draga úr atvinnuleysi.

Kostir starfsmannaþjónustu

  • Oft eru fyrirtæki að leita að starfskrafti í stuttan tíma til að brúa bil sem hefur myndast af einhverjum ástæðum. Fyrirtækið vill hins vegar ekki ráða starfsmann í fast starf. Hér kemur ELJA til sögunnar og býður fyrirtækinu að kaupa til skamms tíma útselda þjónustu.
  • Hitt er einnig alþekkt, að fólk sem komið er yfir miðjan aldur eigi erfitt með að fá starf við hæfi, jafnvel þótt reynsla og þekking ætti að telja nokkuð. Ef viðkomandi fær hins vegar tækifæri til að sanna sig í tímabundnu starfi á vegum ELJU er hugsanlegt að fyrirtækið ákveði að bjóða honum eða henni fastráðningu.
  • Eitt af grunngildum ELJU er að ráða eingöngu hæft og gott starfsfólk, óháð kynþætti, þjóðerni, trúarbrögðum, kyni, aldri eða kynhneigð. ELJA stuðlar þannig að bættri stöðu kvenna, ungs og eldra fólks og fólks sem af einhverjum ástæðum er á jaðrinum, t.d. vegna uppruna, fötlunar eða annarra þátta sem vinna gegn atvinnuþátttöku þeirra.
  • Systurfyrirtæki ELJU eru í öllum öðrum Evrópulöndum og ótalmörg í sumum löndum. Rannsóknir „eurociett“ (European Confederation of Private Employment Services) undirstrika mikilvægi einkarekinna starfsmannaþjónusta. Nýjustu tölur sýna m.a. að þær fá ýmsu áorkað á hverju ári.
  • Starfsmannaþjónustur bjóða oftast aðstoð og klæðskerasaumaða ráðgjöf við mismunandi hópa, þar með talið fólk með fatlanir. Líkt og ELJA eiga flest þessara fyrirtækja gott samstarf við opinberar vinnumiðlanir og vinnumálastofnanir.
    Önnur athyglisverð staðreynd er, að ánægja starfsmanna er afgerandi. Í nýlegri skýrslu sem Boston Consulting Group tók saman fyrir alþjóðasamtök starfsmannaþjónusta, ciett, kom m.a. fram að starfsmenn sem hafa starfað tímabundið fyrir starfsmannaþjónustu mæla eindregið með þjónustunni við ættingja og vini. Hlutfallið er á milli 83% og 56% ánægja. Ánægja með að hafa starfað fyrir starfsmannaþjónustu var 91% og 93% lýstu ánægju með starfið sjálft. 79% lýstu ánægju með launin. Tölur sýna einnig, að meirihluti þeirra starfsmanna sem er miðlað til skemmri tíma nær í framhaldinu fótfestu á vinnumarkaði til langframa, t.d. 59% í Svíþjóð, 60% í Austurríki og 65% í Noregi
    og Frakklandi.

Ráðningarferlið

Ráðningarferlið hefst á ítarlegri þarfagreiningu með notendafyrirtækinu þar sem eftirfarandi þættir eru skilgreindir:

  • Fjöldi starfsmanna sem óskað er eftir
  • Tímalengd ráðningar
  • Starfslýsing
  • Vinnutími
  • Vinnustaðurinn
  • Menntun/réttindi sem þörf er fyrir
  • Hæfniskröfur
  • Starfsreynsla
  • Annað sem kann að skipta máli

Að lokinni þarfagreiningu hefst ELJA handa við leit að starfskröftum sem uppfylla þær kröfur sem koma fram í þarfagreiningunni. Algengur tími frá því að þarfagreiningu lýkur og þar til starfsmaður kemur til starfa er 3-5 vikur.

Spurningar og svör

Er þörf fyrir þá starfsmannaþjónustu sem ELJA býður?

Vissulega er rík þörf til staðar. Í sumum atvinnugreinum kemur upp tímabundin þörf á vinnuafli sem ekki er tiltækt hér á landi, t.d. yfir háannatímann í ferðaþjónustu, í byggingariðnaði og í heilbrigðisþjónustu. Við hjá ELJU starfsmannaþjónustu útvegum hæft vinnuafl, hvort sem er til lengri eða skemmri tíma. Starfsmenn eru á launaskrá hjá ELJU. Það starfsfólk sem starfar hér á landi á vegum ELJU býr yfir margvíslegri hæfni og reynslu og má þar nefna sem dæmi háskólamenntað fólk, fólk með tækni- og iðnmenntun, fólk með reynslu úr veitingageiranum, margvíslegum þjónustustörfum og verkafólk.

Hver er sérstaða ELJU starfsmannaþjónustu?

ELJA er íslenskt fyrirtæki og því er ætlað að mæta þörfum vinnumarkaðarins í heild og er því ekki að einblína á einstök stórverkefni. Við lögum okkur að þörfum markaðarins hverju sinni og þjónum fyrirtækjum, stórum sem smáum. Við mætum þörf fyrir allt frá einum starfsmanni upp í mikinn fjölda starfsfólks.

Greiða erlendir starfsmenn sem hingað koma á vegum ELJU eitthvað til fyrirtækisins vegna umsýslunnar?

Nei, enda er það óheimilt lögum samkvæmt.

Hvernig verða til tekjur hjá Elju?

Fyrirtækin sem nýta sér þjónustu ELJU greiða fyrir hana í formi útseldrar vinnu. Starfsmaður er á launaskrá hjá ELJU sem greiðir laun og launatengd gjöld og greiðir einnig skatta af tekjum hérlendis eins og lög kveða á um.

Hvað greiða samstarfsfyrirtækin ELJU fyrir þjónustuna?

Það er misjafnt og ræðst af nokkrum þáttum, s.s. fjölda starfsmanna og þeim tíma sem samið er um hverju sinni.

Við hvað eru kjör starfsfólksins miðuð?

Lágmarksviðmið eru gildandi kjarasamningar á hverjum tíma og oft er borgað meira. Lög um starfsemina kveða á um að starfsfólk á okkar vegum njóti sama starfsaðbúnaðar og þeir starfsmenn sem vinna sambærileg störf hjá viðkomandi fyrirtækjum.

Hver hefur eftirlit með aðbúnaði starfsfólksins sem hingað kemur á vegum ELJU

ELJA hefur eftirlit með aðbúnaði þeirra sem koma til starfa hér á landi á vegum fyrirtækisins. Starfsmenn greiða sjálfir fyrir fæði og húsnæði, en ELJA aðstoðar við að finna hentugt húsnæði ef þess er óskað. Í sumum tilvikum er samt aðgangur að mötuneyti og húsnæði hjá fyrirtækinu sem starfsfólkið starfar fyrir.

Hvað með þann kostnað sem hlýst af komu starfsfólksins til landsins?

Starfsmenn greiða sjálfir ferðakostnað en oft sér ELJA um kaup á farmiðum og er sá kostnaður síðan dreginn af launum starfsmanns í samkomulagi við ELJU.

Jafnlaunstefna og jafnréttisáætlun

https://quality.ccq.cloud/publishDocument/63c7f05b6a51f4b324e66eb9

Athugasemdir við jafnlaunastefnu

https://incidents.ccq.cloud/simple-form/en/fuo28ZgmwZQDp7foz/63ecf4af2149090ccf5df315

Starfsfólk

Starfsmannaþjónusta

Arthúr Vilhelm Jóhannesson

Framkvæmdastjóri

arthur@elja.is

Árni Árnason

Mannauðsstjóri

arni.arnason@elja.is

Brynjar Freyr Stefánsson

Viðskiptastjóri

brynjar@elja.is

Tomas Charukevic

Hópstjóri Ráðninga

job@elja.is

Mantas Kvedaras

Ráðningarfulltrúi

job@elja.is

Bartosz Petyniak

Ráðningarfulltrúi

job@elja.is

Egidijus Buivydas

Þjónusta

housing@elja.is

Antanas Brunevicius

Þjónusta

housing@elja.is

Hafa samband

Skrifstofa ELJU er opin virka daga á milli 09:00 og 16:00. Á föstudögum er opið til 15.

Hringdu í síma (+354) 4 150 140 eða sendu póst á elja@elja.is