Góð ráð í atvinnuleit
Leit að starfi er mjög tímafrekt ferli þar sem atvinnuleitandi þarf að vera mjög skipulagður og vita áhugasvið sitt. Hafa ber í huga að öll störf eru ekki auglýst og því mælum við með að fylla út almenna umsókn hjá Elju.
Góð ráð
Mikilvægt er að fyrsta kynning til atvinnurekanda sé góð, frágangur og uppsetning á ferilskrá gefa þér jákvæða mögurleika á því að fá viðtal.
Ferilskrá
Markmið með ferilskrá er að fara yfir starfsferilinn og er stutt samantekt á atvinnuleitenda og áhugamálum.
Kynningarbréf
Kynningarbréf gefur atvinnuleitenda tækifæri á að koma ítarlegri upplýsingum sem komast ekki fyrir í ferilskrá. Markmið með kynningarbréfi er að vekja áhuga hjá ráðningaraðila til að fá viðkomandi í viðtal og færa rökstuðning fyrir hæfni viðkomandi fyrir auglýst starf.