Launaþjónusta

Launaþjónusta ELJU

Láttu okkur greiða þér leið

Fyrirtæki eru af öllum stærðum og gerðum en þurfa þó öll að hafa sitt á hreinu varðandi greiðslu launa, launatengdra gjalda og skil á launatengdum gögnum til Ríkisskattstjóra. Elja býður hentuga lausn fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga í rekstri sem kjósa að útvista umsýslu launamála í heild eða að hluta. Viðskiptavinir okkar njóta þess í betri yfirsýn, traustu utanumhaldi og spara sér bæði tíma og fjármagn
þegar allt er talið.

Sérfræðingar Elju vinna samkvæmt kerfi sem lágmarkar þann tíma sem launaútreikningar og greiðslur taka í daglegum rekstri.

Þjónusta Elju er áreiðanleg og hægt að treysta á að veiki, frí eða fjarvistir geri ekki strik í reikninginn. Elja tryggir að þjónustan sé veitt á réttum tíma. Með í kaupunum fylgir dýrmæt sérþekking á regluverki launagreiðslna sem minnkar líkur á mistökum og tryggir framúrskarandi áreiðanleika í greiðslum.

Greiðsla launa og launatengdra gjalda getur fljótt undið upp á sig með auknum umsvifum með tilheyrandi flækjustigi. Í hverjum mánuði kann að þurfa að standa skil á gjöldum og greiðslum til fjölda aðila fyrir utan sjálfan launþegann

Tollstjóri, ríkisskattstjóri, Innheimtustofnun sveitarfélaga og fleiri stofnanir stjórnsýslunnar þurfa sitt á réttum tíma. Með því að setja greiðslu launa og tengdra gjalda í hendur Elju losna viðskiptavinir okkar við greiðslu álags eða vaxta til hins opinbera — að því gefnu að innistæða sé fyrir því sem greiða þarf.
Þjónusta Elju er sniðin að því að mynda öruggari rekstrarumgjörð fyrir viðskiptavini

sem fá auk þess frelsi og tíma til að setja orkuna í að auka virði framleiðslunnar eða efla þjónustuna á öðrum sviðum. Auknar kröfur um persónuvernd gera það jafnframt fýsilegri kost að vista upplýsingar um launagreiðslur og vinnslu þeirra hjá aðilum sem viðhalda trúnaði milli fyrirtækisins og starfsfólks.

Verðlagningin fyrir launaþjónustu Elju byggist á samningum við hvert fyrirtæki fyrir sig . Þjónusta okkar á þó að tryggja að fyrirtæki geti reiknað sér umtalsverðan fjárhagslegan sparnað með því að útvista launaumsýslu sinni til okkar í heild eða að hluta. Ofan á allt annað þá felur þjónusta okkar í sér vöktun og ráðgjöf sem fylgir síbreytilegu regluverki, breytingum á kjarasamningum, sköttum og launatengdum gjöldum.

Starfsfólk

Launaþjónusta

Hafa samband

Hafðu samband í síma 4 150 140 eða sendu tölvupóst á laun@elja.is og láttu okkur um að greiða úr málum fyrir þitt fyrirtæki.