Sálfélagslegt áhættumat

Sálfélagslegt áhættumat

Elja er viðurkenndur þjónustuaðili í vinnuvernd og aðstoðar fyrirtæki við að framkvæma sálfélagslegt áhættumat. Sem óháður aðili greinir Elja áhættunnar í vinnuumhverfinu og útbýr áætlun um heilsuvernd og forvarnir. Sálfélagslegar hættur geta verið af ýmsum toga en í flestum tilfellum er átt við allt í vinnuaðstæðum starfsfólks sem getur leitt til vanlíðanar.

Sálfélagslegt áhættumat er lögbundið í vinnuverndarlögum og það er skylda atvinnurekanda að þeir framkvæmi áhættumat, útbúi skriflega áætlun um forvarnir og móta verklagsreglur. Þjónusta Elju felst í gerð áhættumats sem tekur til sálfélagslegra þátta, ráðgjöf og aðstoð við gerð viðbrags- og forvarnaráætlun. Unnið er náið með stjórnendum og starfsmönnum til að meta sálfélagslega áhættuþætti og kanna vinnuumhverfi fyrirtækisins í þeim tilgangi að greina vandamál, tegund og umfang.

Ávinningur fyrirtækja leynir sér ekki, starfsmenn verða ánægðari, það dregur úr tíðni fjarvista, starfsmenn sem líða vel afkasta meiru og skila meiri gæðum.

Ímynd fyrirtækisins verður sterkari út á við sem og inn á við.